Viðburðir
14.01.2021 kl. 9:00 - 10:00 Rafrænn fundur

Endurvinnsla malbiks - fundaröð YR

Yngri ráðgjafar, YR, sem er deild í Félagi ráðgjafarverkfræðinga standa fyrir fundaröð um nýsköpun og nýjar lausnir í mannvirkjagerð. Fundirnir eru opnir öllum á mannvirkjasviði SI. Fjórði rafræni fundurinn er um endurvinnslu malbiks og verður haldinn fimmtudaginn 14. janúar kl. 09.00-10.00.

Fundarstjóri: Hjörtur Sigurðsson, framkvæmdastjóri VSB verkfræðistofu og stjórnarmaður í YR.

Erindi: Endurvinnsla malbiks. Björk Úlfarsdóttir, rannsóknarstjóri hjá Hlaðbæ Colas, og Harpa Þrastardóttir, umhverfis-, öryggis- og gæðastjóri hjá Hlaðbæ Colas, fjalla um endurvinnslu malbiks hjá Hlaðbæ Colas. Farið verður yfir stöðu endurvinnslunnar í dag og þá möguleika sem eru til staðar til að nýta það aftur til vegagerðar.

Þeir sem skrá sig á fundinn fá sendan Zoom-hlekk fyrir fundinn.

Bókunartímabil er frá 5 jan. 2021 til 14 jan. 2021