Viðburðir
14.01.2021 kl. 12:00 - 14:00 Hús atvinnulífsins, Borgartúni 35

Aðalfundur Félags rafeindatæknifyrirtækja

Aðalfundur Félags rafeindatæknifyrirtækja, FRT, verður haldinn fimmtudaginn 14. janúar kl. 12.00-14.00. Fundurinn fer fram í fundarherberginu Hóll á 1. hæð í Borgartúni 35. Vegna samkomutakmarkana geta 10 manns komið saman á fundarstað og ef þörf verður á því þá verður hægt að sitja fundinn rafrænt í gegnum Zoom. Nauðsynlegt er að skrá sig á fundinn til að geta tekið þátt og mikilvægt að í skráningu sé skrifað í athugasemdadálk hvort viðkomandi mætir í Borgartún eða tekur þátt rafrænt.

Dagskrá

1. Skýrsla stjórnar um störf á liðnu starfsári.

2. Reikningar félagsins kynntir og bornir undir atkvæði.

3. Félagsgjöld.

4. Breytingar á samþykktum.

5. Kosning formanns, meðstjórnanda, varamanna og skoðunarmanna

6. Umræður og atkvæðagreiðsla mála sem löglega eru upp borin.

Bókunartímabil er frá 6 jan. 2021 til 14 jan. 2021