Viðburðir
27.01.2021 kl. 17:00

Aðalfundur IGI

Samtök leikjaframleiðenda, IGI, boða til aðalfundar miðvikudaginn 27. janúar kl. 17. Staðsetning fundar verður kynnt síðar og tekið mið af aðstæðum í þjóðfélaginu þegar nær dregur. Til greina kemur að fundurinn verði alfarið rafrænn.

Dagskrá

 1. Kosinn fundarstjóri
 2. Kosinn ritari fundarins
 3. Formaður flytur skýrslu stjórnar og tillögur að verkefnaskrá næsta starfsárs
 4. Breytingar starfsreglna, ef fyrir liggja
 5. Kosning stjórnar
  a) formaður til eins árs
  b) tveir meðstjórnendur og tveir til vara til eins árs
 6. Lýst stjórnarkjöri
 7. Önnur mál

Þeir sem ætla að mæta á aðalfundinn sendi tölvupóst á sigridur@si.is.