Viðburðir
23.02.2021 kl. 14:00 - 15:00 Rafrænn fundur

Fundur YR um umhverfisvæn byggingarefni

Yngri ráðgjafar, sem er deild í Félagi ráðgjafarverkfræðinga, standa fyrir fundaröð um nýsköpun og nýjar lausnir í mannvirkjagerð. Fundirnir eru opnir öllum á mannvirkjasviði SI. Fimmti fundurinn er um umhverfisvæn byggingarefni og verður haldinn þriðjudaginn 23. febrúar kl. 14.00-15.00.

Fundarstjóri: Sigríður Ósk Bjarnadóttir, byggingarverkfræðingur hjá VSÓ ráðgjöf og stjórnarmaður í YR.

Erindi: Logi Unnarson Jónsson, stofnandi Græna steinsins ehf. og stjórnarmaður í Hampfélaginu, heldur erindi um umhverfismál í byggingariðnaði og umhverfisvæn náttúruleg byggingarefni. Hann mun m.a. fjalla um þróun og rannsóknir á náttúrulegum byggingarefnum fyrir íslenskar aðstæður, þ.m.t. hampi.

Þeir sem skrá sig á fundinn fá sendan Zoom-hlekk fyrir fundinn en skráningu lýkur kl. 11 sama dag.

 

Bókunartímabil er frá 9 feb. 2021 til 23 feb. 2021