Viðburðir
11.03.2021 kl. 13:00 - 14:00 Rafrænn fundur

Fasteignatækni á Íslandi - rafrænn fundur

Samtök iðnaðarins í samstarfi við Nordic Innovation House í New York boða til opins kynningarfundar um fasteignatækniiðnaðinn á Íslandi en fasteignatækni (e. PropTech) er regnhlífarhugtak yfir tæknifyrirtæki sem vinna með fasteignir á einn eða annan hátt.

Fundurinn verður haldinn rafrænt fimmtudaginn 11. mars kl. 13.00-14.00.

Dagskrá

  1. Hvað er fasteignatækni? - Hjörtur Sigurðsson, framkvæmdastjóri VSB verkfræðistofu og stjórnarmaður í YR
  2. Nordic PropTech hjá Nordic Innovation House New York - Hynur Guðjónsson, aðalræðismaður og viðskiptafulltrúi, Aðalræðisskrifstofu Íslands í New York
  3. Fasteignatækni í Finnlandi - Tasha Tolmacheva, meðstofnandi fasteignatæknisamtakanna í Finnlandi, kynnir samtökin PropTech Finland, hvernig þau urðu til og helstu hagsmunamál
  4. Að vera partur af lausninni - Guðmundur Kristján Jónsson, skipulagsfræðingur og meðstofnandi Planitor fer yfir reynslu sína af stofnun sprotafyrirtækis sem byggir þjónustu sína á opinberum upplýsingum og samstarfi við sveitarfélög og aðra opinbera aðila

Fundarstjóri er Eyrún Arnarsdóttir, viðskiptastjóri á mannvirkjasviði hjá Samtökum iðnaðarins.

Bókunartímabil er frá 5 mar. 2021 til 11 mar. 2021