Viðburðir
21.04.2021 kl. 13:00 Rafrænn fundur

Aðalfundur Félags vinnuvélaeigenda

Aðalfundur Félags vinnuvélaeigenda verður miðvikudaginn 21. apríl 2021 kl. 13.00. Í ljósi aðstæðna verður fundurinn haldinn með rafrænum hætti. Fundargestir fá hlekk í tölvupósti degi fyrr til að komast inn á fundinn.

Skráningu á fundinn þarf að vera lokið þriðjudaginn 20. apríl kl. 12.00. Ástæðan er sú að staðfesta þarf að fundargestir séu örugglega félagar í Félagi vinnuvélaeigenda. Skráningarhlekkur er hér fyrir neðan.

Í samræmi við lög félagsins er dagskrá fundarins eftirfarandi:

  1. Formaður skýrir frá störfum félagsins á liðnu ári
  2. Féhirðir leggur fram endurskoðaða reikninga félagsins
  3. Ákveðin árgjöld fyrir næsta ár
  4. Kosinn formaður; varaformaður og stjórn
  5. Kosnir tveir skoðunarmenn reikninga
  6. Kosning í starfsnefndir félagsins
  7. Önnur mál

Einn fulltrúi fer með atkvæðisrétt hvers fyrirtækis. Rétthafi aðalfundar er skráður á Þínar síður á vefsíðu SI.

 

Bókunartímabil er frá 7 apr. 2021 til 21 apr. 2021