Viðburðir
06.05.2021 kl. 8:30 - 10:00 Rafrænn fundur

Aðalfundur Félags ráðgjafarverkfræðinga

Aðalfundur Félags ráðgjafarverkfræðinga, FRV, verður haldinn fimmtudaginn 6. maí 2021 kl. 8.30-10. Í ljósi aðstæðna verður fundurinn haldinn með rafrænum hætti. Fundargestir fá hlekk í tölvupósti 5. maí til að komast inn á fundinn. Skráningu á fundinn þarf að vera lokið í síðasta lagi miðvikudaginn 5. maí kl. 12.00. Ástæðan er sú að staðfesta þarf að fundargestir séu örugglega félagar í FRV. Skráningarhlekkur er hér fyrir neðan.

Áður en formleg aðalfundarstörf hefjast mun Ingólfur Bender, aðalhagfræðingur SI, flytja erindi og eiga samtal við félagsmenn um innviði, eitt af helstu áherslumálum FRV og SI, og hagtölur greinarinnar.

Dagskrá fundarins er eftirfarandi:

  1. Skýrsla stjórnar um störf félagsins á liðnu starfsári
  2. Reikningsskil ásamt áætlun um tekjur og gjöld næsta starfsárs
  3. Lagabreytingar
  4. Kosning stjórnar og skoðunarmanns reikninga félagsins
  5. Kosning nefnda
  6. Önnur mál

Bókunartímabil er frá 27 apr. 2021 til 6 maí 2021