Viðburðir
28.05.2021 kl. 9:00 - 12:00 Grand Hótel Reykjavík

Aðalfundur SART

Aðalfundur Samtaka rafverktaka, SART, verður haldinn á Grand Hótel föstudaginn 28. maí kl. 09.00-12.00.

Nauðsynlegt er að skrá sig á aðalfundinn og tiltaka í athugasemdardálki sem er neðst í skráningarforminu hvort viðkomandi tekur þátt í hádegisverði sem verður að loknum fundarstörfum. Ef það kemur til þess að takmarka þurfi þátttöku vegna sóttvarnareglna sem eiga við á fundardegi þá gildir röð skráninga. 

Dagskrá aðalfundar er samkv. 22. gr. í samþykktum SART:

  1. Formaður og framkvæmdastjóri gera grein fyrir störfum stjórna og skrifstofu
    fyrir liðið ár.
  2. Reikningar samtakanna fyrir liðið reikningsár.
  3. Formenn aðildarfélaga eða fulltrúar þeirra gera grein fyrir sínum félögum.
  4. Umræður og afgreiðsla mála sem á löglegri dagskrá eru.
  5. Kosning formanns.
  6. Kosning tveggja skoðunarmanna og varamanna þeirra.
  7. Önnur mál.

Eftir fundinn bjóða Reykjafell, Johan Rönning og Smith & Norland fundargestum til hádegisverðar á Setrinu.

Skrá mig