Viðburðir
25.11.2021 kl. 9:00 - 10:00 Rafrænn fundur

Fræðslufundur Málms um öryggi og menningu á vinnustað

Málmur stendur fyrir rafrænum fræðslufundi fyrir félagsmenn um öryggi og menningu á vinnustað fimmtudaginn 25. nóvember kl. 9.00-10.00.

Dagskrá

Hildur Arnars Ólafsdóttir, mannauðsstjóri Marel á Íslandi, fjallar um ábyrgð stjórnenda í mótun uppbyggilegrar vinnustaðamenningar og öruggs starfsumhverfis. 

Þorgeir F. Óðinsson, formaður Samtaka leikjaframleiðenda, fjallar um ávinning góðrar vinnustaðamenningar.

Lilja Björk Guðmundsdóttir, viðskiptastjóri Málms hjá SI, stýrir fundinum.

Fundurinn er opinn öllum félagsmönnum SI. Þau sem skrá sig fá sendan hlekk á fundinn daginn fyrir fund.

Bókunartímabil er frá 22 nóv. 2021 til 25 nóv. 2021