Viðburðir
27.01.2022 kl. 16:00 Rafrænn fundur

Aðalfundur Samtaka leikjaframleiðenda - IGI

Rafrænn aðalfundur Samtaka leikjaframleiðenda - IGI verður fimmtudaginn 27. janúar kl. 16.00. 

Opin dagskrá fyrri hluta fundar þar sem íslenskur leikjaiðnaður verður til umræðu en á síðari hluti fundar taka við hefðbundin aðalstörf og er sú dagskrá aðeins ætluð félagsmönnum. Hlekkir verða sendir þátttakendum þegar nær dregur.

Dagskrá

16:00 – 17:00 Byggjum á góðum árangri leikjaiðnaðar

1. Opnunarávarp

2. Árangur í leikjaiðnaði í heimsfaraldri. Þorgeir Óðinsson, formaður IGI.

3. Erindi frá Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, ráðherra nýsköpunar, iðnaðar og háskóla

4. Panell: Góður árangur í leikjaiðnaði – Þátttakendur tilkynntir síðar.

5. Lokaorð

- HLÉ –

17:00 – 17.30 Hefðbundin aðalfundarstörf

1. Kjör á fundarstjóra og ritara fundar

2. Formaður flytur skýrslu stjórnar og flytur tillögur að verkefnaskrá næsta starfsárs.

3. Breytingar starfsreglna, ef fyrir liggja.

4. Kosning stjórnar:

a) formaður til eins árs

b) tveir meðstjórnendur og tveir til vara til eins árs

5. Stjórnarkjöri lýst

6. Önnur mál

Skrá mig