Viðburðir
02.06.2022 kl. 17:00 Kjarvalsstofa

Aðalfundur SÍK

Aðalfundur Sambands íslenskra kvikmyndaframleiðendamun fara fram fimmtudaginn 2. júní nk. kl. 17:00 á 4. hæð Kjarvalsstofu, fundarsalur: Dimmuborgir.

Dagskrá verður samkvæmt lögum SÍK. Auglýst er eftir framboðum til formanns og tveggja meðstjórnenda og eins til vara í stjórn. Framboð berist á lilja@si.is en einnig er heimilt að bjóða sig fram á fundinum sjálfum. Kjörgengir eru þeir sem starfa fyrir fyrirtæki sem sannanlega eru aðilar að SÍK.

Dagskrá

Opnun fundar, ávarp um málefni kvikmyndaiðnaðarins árið 2022 og framtíðarhorfur.

Hefðbundin aðalstörf skv. samþykktum sambandsins:

1. Formaður setur aðalfund

2. Skýrsla stjórnar flutt

3. Reikningar SÍK fyrir árið 2021 lagðir fram til samþykktar

4. Stjórnarkjör

- Kosið verður um formann til tveggja ára

- Kosið verður um tvo meðstjórnendur til tveggja ára

- Kosið verður um einn varamann til tveggja ára

5. Kjör endurskoðenda

6. Önnur mál

Bókunartímabil er frá 18 maí 2022 til 2 jún. 2022