Viðburðir
19.10.2022 kl. 14:00 - 16:00 Hús atvinnulífsins, Borgartúni 35

Málstofa um notkun á matvælamerkinu Skráargatið

Málstofa fyrir matvælaframleiðendur og innflytjendur, á vegum embættis landlæknis, Matvælastofnunar og Samtaka iðnaðarins um notkun á matvælamerkinu Skráargatið sem hefur það að markmiði að hvetja neytendur
til að velja hollari valkost í matvöruverslunum. Málstofan verður haldin 19. október kl. 14-16 í Húsi atvinnulífsins í Borgartúni 35. Fundarstjóri er Gunnar Sigurðarson, viðskiptastjóri á iðnaðar- og hugverkasviði SI.

Dagskrá

  • 14:00 til 14:40 Mataræði á Íslandi – sóknarfæri! Jóhanna E. Torfadóttir og Hólmfríður Þorgeirsdóttir, verkefnisstjórar næringar hjá embætti landlæknis
  • 14:30 til 15:10 Hvaða vörur má merkja með Skráargatinu? Grímur Ólafsson, fagsviðsstjóri hjá Matvælastofnun
  • 15:10 til 15:25 Reynslusaga af notkun Skráargatsins á vörum hjá Myllunni Svandís Erna Jónsdóttir, gæðastjóri hjá Myllunni
  • 15:30 – 16:00 Umræður