Viðburðir
24.11.2022 kl. 12:00 - 13:00 Hús atvinnulífsins, Borgartúni 35

Aukaaðalfundur FHIF

Stjórn Félags húsgagna- og innréttingaframleiðenda boðar til aukaaðalfundar félagsins fimmtudaginn 24. nóvember í Húsi atvinnulífsins í Borgartúni 35, fundarherbergið Hóll. Fundurinn hefst stundvíslega kl. 12.00 og boðið verður upp á léttar veitingar á meðan á fundi stendur.

Dagskrá

1. Fundur settur. Val fundarstjóra og ritara.

2. Kosning formanns.

3. Sjálfbærnistefna FHIF.

Til kynningar, umræðu og samþykktar.

4. Önnur mál.

5. Fundi slitið.

Nauðsynlegt er að skrá sig til þátttöku fyrir 22. nóvember.

Bókunartímabil er frá 9 nóv. 2022 til 24 nóv. 2022