Viðburðir
30.11.2022 kl. 17:00 - 19:00 Vox Home, Hilton Reykjavík Nordica

Félagsfundur SÍK

Samband íslenskra kvikmyndaframleiðenda (SÍK) boðar til almenns félagsfundar miðvikudaginn 30. nóvember kl. 17-19 á VOX Home, Hilton Reykjavík Nordica. Tilgangur fundarins er m.a. fræðsla til handa aðildarfélögum um þróun í höfundarréttarmálum og áhrif á kvikmyndaframleiðendur.

Dagskrá fundar:

1. Tómas Þorvaldsson, lögmaður VÍK Lögmannsstofa. Álitamál varðandi Innleiðingu DSM tilskipunarinnar í íslensk lög: möguleg áhrif á samninga við höfunda og flytjendur.

2. Aðild SÍK að Samtökum skapandi greina.

3. Kynning á sáttmála SÍK um örugga vinnustaði.

4. Ný vefsíða SÍK.

Boðið verður upp á léttar veitingar.

Bókunartímabil er frá 16 nóv. 2022 til 30 nóv. 2022