Viðburðir
21.03.2023 kl. 13:00

Ársfundur Grænvangs

Ársfundur Grænvangs fer fram þriðjudaginn 21. mars kl. 13 í Grósku. Á fundinum verður horft til ársins 2040 þegar Ísland á að vera kolefnishlutlaust og verður skoðað hvaða áhrif það muni hafa á samfélag, umhverfi og atvinnulíf. 

Finn Mortensen, framkvæmdastjóri State of Green í Danmörku, er sérstakur gestur fundarins þar sem hann mun fjalla um hvernig stjórnvöld og atvinnulíf hafa mótað sýn um kolefnishlutlausa Danmörk og lykillausnir. State of Green hefur verið leiðandi afl í að vekja athygli á framlagi Danmerkur í loftslagsmálum og tækifærum þar í landi.

Hér er hægt að skrá sig á ársfundinn.

Dagskrá

Ávörp

  • Katrín Jakobsdóttir​, forsætisráðherra
  • Sigurður Hannesson, formaður Grænvangs og framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins​

Að horfa fram á veginn - reynsla Danmerkur

  • Finn Mortensen, framkvæmdastjóri State of Green í Danmörku.

Tækifærin í kolefnishlutlausum heimi

  • Álfheiður Ágústsdóttir, Elkem á Íslandi ​
  • Benedikt Gíslason, Arion banki ​
  • Guðlaugur Þór Þórðarson, ráðherra ​
  • Kristín Linda Árnadóttir, Landsvirkjun ​
  • Þór Sigfússon, Reykjanesklasinn​

Ný hugsun - ný nálgun?

  • Heiða Njóla Guðbrandsdóttir, Icelandair ​
  • Maríanna Magnúsdóttir, Landsnet ​
  • Reynir Sævarsson, EFLA
  • Sveinn Margeirsson, Brim

Ávarp

  • Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsmálaráðherra​

Fundarstjóri

  • Nótt Thorberg, Grænvangi