Viðburðir
29.03.2023 kl. 8:30 Iðan, fræðslusetur í Vatnagörðum 20

Öryggismál í mannvirkjagerð - fundur um gæðastjórnun

Öryggismál í mannvirkjagerð er yfirskrift fjórða fundar í fundaröð Iðunnar fræðsluseturs og Samtaka iðnaðarins um gæðastjórnun í byggingariðnaði sem fer fram miðvikudaginn 29. mars kl. 8.30 í Vatnagörðum 20 og á Teams.

Dagskrá

1. Vinnueftirlitið - ný markmið - Axel Ólafur Pétursson sérfræðingur/teymisstjóri mannvirkjateymis og Þórdís Huld Vignisdóttir leiðtogi straums vettvangsathugana hjá VER.

2. Öryggisstjórar í fyrirtækjum og hlutverk þeirra - Tjörvi Berndsen sjálfstætt starfandi sérfræðingur og fyrrverandi öryggisstjóri hjá IAV.

3. Hver ber ábyrgð á slysum - Hver ber ábyrgð ef slys verður. Sveinbjörn Claessen lögmaður á Landslögum.

4. Fyrirspurnir og umræður.

Fundarstjóri er Björg Ásta Þórðardóttir, sviðsstjóri mannvirkjasviðs SI.

Þeir sem vilja fylgjast með á Teams velja „skrá mig í fjarnám“.

Hér er hægt að skrá sig.