Viðburðir
30.05.2023 kl. 15:00 Hús atvinnulífsins, Borgartúni 35

Aðalfundur SUT

Aðalfundur Samtaka upplýsingatæknifyrirtækja fer fram þriðjudaginn 30. maí kl. 15.00 í Veröld í Húsi atvinnulífsins og einnig á Teams. Félagsmenn eru hvattir til að fjölmenna á fundinn til að fagna góðu starfsári SUT og taka þátt í umræðum um framtíð tækniiðnaðar á Íslandi. Að fundi loknum verður boðið upp á léttar veitingar.

Dagskrá:

15:00 – 16:00

  1. Gunnar Zoega, forstjóri OK, og formaður SUT opnar fundinn
  2. Kjör á fundarstjóra og ritara fundar
  3. Formaður flytur skýrslu stjórnar fyrir starfsárið 2022-2023
  4. Umræður um skýrslu stjórnar, stefnumál SUT og verkefnaskrá næsta starfsárs
  5. Formaður flytur tillögur að verkefnaskrá næsta starfsárs
  6. Breytingar starfsreglna, ef fyrir liggja
  7. Kosning stjórnar
  8. Stjórnarkjöri lýst
  9. Önnur mál

16:00 Happy hour SUT

Bókunartímabil er frá 15 maí 2023 til 30 maí 2023