Viðburðir
07.06.2023 kl. 16:00 Hús atvinnulífsins, Borgartúni 35

Aðalfundur Félags húsgagna- og innréttingaframleiðenda

Aðalfundur Félags húsgagna- og innréttingaframleiðenda verður haldinn miðvikudaginn 7. júní kl. 16.00 í fundarsalnum Hól í Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35. Boðið verður upp á léttar veitingar.

Dagskrá aðalfundar samkvæmt 8. gr. laga FHIF:

1. Formaður skýrir frá störfum félagsins á liðnu ári.

2. Féhirðir leggur fram endurskoðaða reikninga félagsins

3. Ákveðin árgjöld fyrir næsta ár

4. Kosin stjórn og varastjórn

5. Kosnir endurskoðendur og einn til vara

6. Kosning í starfsnefndir félagsins

7. Staða innleiðingu sjálfbærnistefnu

8. Umræður og ákvörðunartaka um næstu verkefni félagsins

7. Önnur mál

Hér er hægt að skrá sig á fundinn.