Viðburðir
20.12.2023 kl. 16:30 Hótel Selfoss

Aðalfundur Félags rafverktaka á Suðurlandi

Aðalfundur Félags rafverktaka á Suðurlandi, FRS, verður haldinn á Hótel Selfossi miðvikudaginn 20. desember kl. 16.30.

Óskar Frank Guðmundsson, sérfræðingur í rafmagnsöryggi hjá HMS, mun vera með fyrirlestur og meðal annars koma inn á mikilvæg atriði tengdum mælingum og úttektum í tengslum við hleðslustöðvar fyrir rafbíla.

Að erindi loknu hefjast hefðbundin aðalfundarstörf, fundinum líkur svo með kvöldverði fyrir félagsmenn FRS.

Bókunartímabil er frá 30 nóv. 2023 til 20 des. 2023