Mentor fundur YR - Verkefnastjórnun með Sigurði R. Ragnarssyni
Yngri ráðgjafar sem er deild innan Félags ráðgjafarverkfræðinga bjóða til mentor fundar með áherslu á verkefnastjórnun í mannvirkjaiðnaði fimmtudaginn 15. febrúar nk. í Húsi atvinnulífsins í Borgartúni 35 kl. 17.00-18.00. Sigurður R. Ragnarsson verður gestur fundarins og mun hann segja frá starfi sínu sem verkfræðingur við ráðgjöf og einnig sem stjórnandi hjá einum stærsta verktaka landsins, Íslenskum aðalverktökum. Sigurður mun koma inn á sín helstu störf og hindranir sem hann hefur þurft að yfirstíga í starfi sínu sem ráðgjafi og stjórnandi hjá verktaka, allt út frá sjónarhóli verkefnastjórnunar.
Sigurður er menntaður verkfræðingur og með A-gráðu í verkefnastjórnun frá International Project Managment Association (IPMA), þá hæstu sem unnt er að sækja sér. Þá hefur Sigurður sinnt kennslu í verkefnastjórnun um langa tíð, m.a. á vegum Háskóla Íslands og hjá Akademias.
Fundurinn er hluti af mentor fundarröð Yngri ráðgjafa en sú fundarröð hefur lagt mikla áherslu á samtal fundargesta við þann mentor sem á í hlut hverju sinni.
Boðið verður upp á léttar veitingar á meðan að fundi stendur og er þ.a.l. nauðsynlegt að skrá sig til þátttöku til að áætla veitingar.