Félagsfundur Félags vinnuvélaeigenda - Stefnumótun, uppfært hlutverk og nýtt nafn
Félagsfund Félags vinnuvélaeigenda fer fram föstudaginn 16. febrúar kl. 16.00-19.00 í fundarsalnum Hyl í Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35. Að loknum fundi verður fundarmönnum boðið upp á léttar veitingar.
Aðalfundur Félags vinnuvélaeigenda 2022 markaði ákveðin tímamót og upphaf nýrrar vegferðar félagsins. Á þeim fundi var undir öðrum málum rætt um nauðsyn þess að ráðast í stefnumótun, nýja markmiðasetningu fyrir félagið og ákveða því nýtt og uppfært hlutverk í samræmi við starfsemi félagsmanna eins og það hefur þróast og breyst síðastliðin ár. Undir sömu umræðum var rætt um nauðsyn þess að finna félaginu nýtt nafn sem skilgreinir betur starfsemi félagsmanna þess, sem er innviðauppbyggingin landsins.
Að undanförnu hefur stjórn félagsins undirbúið slíka endurskoðun á starfsemi, hlutverki og nafni félagsins. Að því tilefni boðar stjórn FVE til félagsfundar þar sem félagsmenn eru kallaðir til stefnumótunar á starfsemi félagsins, skilgreiningu á hlutverki þess og hugmyndavinnu um nýtt nafn.