Viðburðir
18.04.2024 - 21.04.2024 Íþrótta- og sýningarhöllin í Laugardal

Verk og vit 2024

Stórsýningin Verk og vit verður haldin í sjötta sinn dagana 18.-21. apríl 2024 í Íþrótta- og sýningarhöllinni í Laugardal. Mikill áhugi hefur jafnan verið á sýningunni, bæði meðal fagaðila og almennings, og hefur hún fest sig í sessi sem lykilviðburður og einskonar uppskeruhátíð í byggingariðnaði, skipulagsmálum og mannvirkjagerð á Íslandi. Markmið sýningarinnar eru annars vegar að auka tengslamyndun og styrkja viðskiptasambönd milli fagaðila og hins vegar að auka vitund almennings um starfsemi atvinnugreinanna sem að sýningunni koma, meðal annars hvað varðar vitund um gæða- og menntamál. 

Samtök iðnaðarins eru meðal bakhjarla Verk og vit.


Fáum við leyfi þitt til að nota Google Analytics til að safna nafnlausum upplýsingum um notkun þína á þessum vef?

Sjáðu nánar á persónuverndarsíðu okkar hvaða áhrif svar þitt hefur.