Viðburðir
14.05.2024 - 16.05.2024 Kolaportið

Nýsköpunarvikan 2024

Nýsköpunarvikan 2024 fer fram dagana 14.-16. maí í Kolaportinu.

Samtök sprotafyrirtækja og Samtök iðnaðarins taka þátt í vikunni með viðburði föstudaginn 17. maí kl. 15.15. Yfirskrift viðburðarins er The Bold and the Beautiful: Iceland Startup-Industry Speed Dating. Viðburðurinn fer fram í pop-up rými í Hafnartorgi á móti Kolaportinu.

Hugverkastofan og Samtök iðnaðarins standa fyrir fundi þriðjudaginn 14. maí kl. 11.30-13.00 í Grósku þar sem rætt verður um nýsköpun og mikilvægi hugverkaréttinda og einkaleyfa. Yfirskrift fundarins er Patent Pioneers - stories of how innovation and patents are shaping the future. Á Facebook er hægt að nálgast frekari upplýsingar um viðburðinn í Grósku.

Á vef Iceland Innovation Week er hægt að nálgast dagskrá og aðrar upplýsingar.