Viðburðir
19.08.2024 kl. 14:00 - 16:00 Laugalækjaskóli við Sundlaugaveg

Íslenskt námsefni - Hvað er til?

Samtök iðnaðarins og Samtök menntatæknifyrirtækja, IEI, standa fyrir málstofu mánudaginn 19. ágúst kl. 14.00-16.00 í Laugalækjaskóla við Sundlaugaveg.

Miðstöð menntunar og skólaþjónusta, skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar, Samtök iðnaðarins og Samtök menntatæknifyrirtækja standa fyrir málstofu 19. ágúst frá klukkan 14.00-16.00 í Laugalækjarskóla sem stendur við Sundlaugarveg, 105 Reykjavík.

Tilgangur málstofunnar er að auka umræðu um námsefnisgerð og mikilvægi þess fyrir íslenskt samfélag. Þátttakendur málstofunnar eru sérfræðingar sem allir brenna fyrir að skapa hágæða námsefni sem getur tryggt börnum jöfn tækifæri, ýtt undir aukin gæði kennslu og þannig aukið hæfni íslensks samfélags til framtíðar. Málstofan gefur tækifæri til að ræða mikilvægi fjölbreytts námsefnis sem ætlað er að styðja við inngildandi skólastarf auk þess að vekja athygli á skorti sem er á námsefni hér á landi.

Ásmundur Einar Daðason, barna- og menntamálaráðherra, opnar málstofuna. Þá verða erindi frá kennurum, Fíbút, MMS, IEI og fleirum. 

Nánari dagskrá verður auglýst síðar.

Skrá mig