Viðburðir
22.10.2024 Hilton Reykjavík Nordica

Umhverfisdagur atvinnulífsins

Atvinnulífið leiðir er yfirskrift Umhverfisdags atvinnulífsins sem fer fram þriðjudaginn 22. október á Hilton Nordica kl. 13-15.50. Dagurinn er sameiginlegt verkefni SA, SI, SAF, Samorku, SFF, SFS og SVÞ. Dagurinn í ár er tileinkaður leiðandi atvinnulífi á sviði grænna lausna. Hin árlegu umhverfisverðlaun atvinnulífsins verða veitt fyrir umhverfisfyrirtæki ársins og framtak ársins. Í kjölfarið taka við tvær lotur af málstofum og í ár gefst gestum tækifæri til að velja um eina af fjórum málstofum í hvorri lotu. Þar munu fjölbreyttir fulltrúar aðildarsamtaka koma saman til að ræða stöðu atvinnulífsins, áskoranir og horfur til framtíðar. Kaffi og tengslamyndum verður á milli málstofa.

Lota 1 kl. 14:00 - 14:40

  • Fjármagn í grænan í farveg – erum við á réttri leið? Mikil vinna hefur átt sér stað innan fjármálafyrirtækja á síðustu árum um að leita leiða til að beina fjármagni í átt að verkefnum sem hafa jákvæð umhverfisáhrif. En hvar er sú vegferð stödd í dag, hvar eru helstu hindranirnar og hvar liggja tækifærin til framtíðar?
  • Kolefnisspor og markaðssetning Er kolefnisspor vöru orðin partur af markaðssetningu og samkeppnishæfni, hver er staðan og áskoranir í þeim efnum og skiptir þetta máli fyrir verslun og neytendur.
  • Bransasögur úr sjálfbærnifrumskóginum Sérfræðingur og þátttakendur ræða reynslu af innleiðingu upplýsingagjafar um sjálfbærnimál, hvernig byrjaði þetta, hvað kom á óvart, hvað var erfitt og hvað einfalt, í hverju felst flækjustigið, hvert er viðhorfið eftir að verkinu er “lokið” og hvernig sjá þátttakendur fyrir sér að verkefnið horfi við “minni fyrirtækjum” og birgjum.
  • Sveigjanlegur orkumarkaður Framtíð raforkumarkaðar á Íslandi, áhrif á íslensk fyrirtæki og þau tækifæri sem felast í virkum orkumarkaði og sveigjanlegri starfsemi.

Lota 2 kl. 15:10- 15:50

  • Grænir hvatar, grænni framkvæmdir Rætt verður um tækifæri í grænni framkvæmdastöðum og árangur í því að skila framkvæmdastað sem næst upprunalegu ástandi. Fulltrúar verkkaupa og fyrirtækja í byggingar- og mannvirkjaiðnaði sem hafa haft frumkvæði að framkvæmdum sem hafa jákvæð umhverfisáhrif, deila reynslu sinni. Farið verður yfir tækifæri, áskoranir og hindranir sem torvelda umhverfisvænar framkvæmdir og hvað þarf til að ryðja þessum hindrunum úr vegi.
  • Erum við hætt við orkuskiptin? Áskoranir tengdar orkuskorti Hvernig standa orkuskiptin og hvaða áskorunum stöndum við frammi fyrir? Ný raforkuspá Landsnets, orkuskortur og horfur í orkugeiranum. Hvernig er jafnvægið milli orkuframleiðslu og orkunotkunar?
  • Græn framtíð á hjólum; endurnýting varahluta í bílaiðnaði Hvernig höfum við stuðlað að auknu framboði notaðra varahluta í ökutæki? Hver er núverandi staða og hverjar eru helstu áskoranir og tækifæri
  • Hvað er með þessar kolefniseiningar? Hvað eru kolefninseiningar og kolefnisbinding? Hvernig geta fyrirtækin nýtt sér vottaðar einingar í sinni vegferð í átt að kolefnishlutleysi og hvað ber að varast?

Hér er hægt að skrá sig.