Viðburðir
07.11.2024 Gróska í Vatnsmýri

Hönnunarverðlaun Íslands 2024

Hönnunarverðlaun Íslands 2024 verða afhent í Grósku 7. nóvember. 

Á vef Miðstöðvar um hönnun og arkitektúr eru birtar tilnefningar  til verðlaunanna. Verðlaunaflokkar eru Verk // Staður // Vara. Dómnefnd tilnefnir þrjú verkefni í hverjum flokki og af þeim hlýtur einn sigurvegari í hverjum flokki Hönnunarverðlaun Íslands 2024 sem eru hvor tveggja heiðurs- og peningaverðlaun. Auk þess verður veitt viðurkenning fyrir bestu fjárfestingu í hönnun og Heiðursverðlaun Hönnunarverðlauna Íslands.

Það er Miðstöð hönnunar og arkitektúrs sem stendur að verðlaununum, í samstarfi við Hönnunarsafn Íslands, Listaháskóla Íslands, Íslandsstofu, Samtök iðnaðarins, Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, Vísindagarða Háskóla Íslands og Grósku.