Aðalfundur Félags rafverktaka á Norðurlandi
Aðalfundur Félags rafverktaka á Norðurlandi verður haldinn föstudaginn 31. janúar kl. 18.00 í Kjarnanum Hesteyri 2 á Sauðárkróki.
Að fundi loknum verður boðið upp á kvöldverð.
Dagskrá samkv. 11 gr. í samþykktum félagsins. Á aðalfundi skulu tekin fyrir þessi mál:
- Skýrsla stjórnar um störf á liðnu starfsári.
- Reikningar félagsins kynntir og bornir undir atkvæði.
- Félagsgjöld.
- Breytingar á samþykktum.
- Kosið í stjórn.
- Umræður og atkvæðagreiðsla mála sem löglega eru upp borin.
Í lok fundar verður boðið upp á fyrirlestur frá HMS um skýrslugerð og skil á gögnum í Rafmagnsöryggisgáttinni.
Í tengslum við aðalfundinn er stefnt að því að halda námskeið í Úttektarmælingum rafverktaka sem hefst kl. 14.00 þennan sama dag.
Vegna skipulagningar er óskað eftir skráningu á aðalfundinn og kvöldverð. Jafnframt eru þeir sem hafa hug á að taka námskeiðið og/eða senda starfsmenn á það, beðnir um að gefa upp mögulegan fjölda starfsmanna frá sínu fyrirtæki.
Skráningarhlekkur: https://forms.office.com/e/SkHtjQDXCU