Viðburðir
06.02.2025 kl. 12:00 - 13:00 Hús atvinnulífsins, Borgartúni 35

Gervigreind og nýtt viðmót fyrir byggingarleyfisumsóknir - frestað vegna veðurs

Þessum fundi er frestað vegna veðurs:

Samtök arkitektastofa boða til fundar fyrir félagsmenn þar sem rætt verður um gervigreind og nýtt viðmót fyrir umsókn um byggingarleyfi. Fundurinn fer fram fimmtuaginn 6. febrúar í Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35, kl. 12-13.00. Boðið verður upp á léttan hádegisverð frá kl. 11.45.

Dagskrá

  • Hagnýt gervigreind: Lausnir fyrir arkitektastofur Hjörtur Sigurðsson, stofnandi og framkvæmdastjóri Mynstru. Hjörtur Sigurðsson ætlar að fjalla um hvernig gervigreind getur skapað ný tækifæri fyrir arkitekta. Með dæmum um sjálfvirknilausnir sem einfalda rútínuvinnu, nýtingu spjallmenna eins og ChatGPT í skapandi og tæknilegum verkefnum, og notkun mynd- og líkanagerðartóla sýnir hann hvernig arkitektar geta nýtt tækni til þess að ná meiri afköstum og gæðum.
  • Byggingarleyfi á Íslandi – allt á einum stað – Hugrún Ýr Sigurðardóttir, teymisstjóri á sviði mannvirkja og sjálfbærni hjá HMS. Stafræn byggingarleyfi eru stórt skref í átt að bættri skráningu, skilvirkari afgreiðslu við leyfisveitingu og auk þess birtingu upplýsinga nær rauntíma um mannvirkjagerð á Íslandi. Þróað hefur verið nýtt viðmót fyrir umsókn um byggingarleyfi sem er ætlað að stuðla að nútímavæðingu afgreiðslu byggingarleyfa og utanumhaldi gagna um mannvirki á líftíma þess. Farið verður yfir hver framtíðin verður í afgreiðslu byggingarleyfa og sýnt inn í nýtt notendaviðmót.

Fundurinn er einungis opinn félagsmönnum SAMARK og nauðsynlegt að skrá sig.

Bókunartímabil er frá 16 jan. 2025 til 4 feb. 2025