Viðburðir
11.02.2025 kl. 9:00 - 12:00 Hilton Nordica

Menntadagur atvinnulífsins

Menntadagur atvinnulífsins fer fram þriðjudaginn 11. febrúar kl. 9-12 á Hilton Nordica. Yfirskrift er Störf á tímamótum. Menntadagur atvinnulífsins er samstarfsverkefni Samorku, Samtaka ferðaþjónustunnar, Samtaka fjármálafyrirtækja, Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, Samtaka iðnaðarins, Samtaka verslunar og þjónustu og Samtaka atvinnulífsins .

Á dagskrá menntadagsins í ár verður m.a. fagnað 25 ára afmæli starfsmenntasjóða, afhent menntaverðlaun atvinnulífsins og rætt um stöðu menntunar í arinspjalli við forseta Íslands, Höllu Tómasdóttir. Eftir formlega athöfn stendur fólki til boða að taka þátt í tveimur lotum af áhugaverðum málstofum og kynna sér árangur fjölbreyttra fyrirtækja í fræðslu- og menntamálum á sérstöku markaðstorgi dagsins.

Hér er hægt að skrá sig. 


Fáum við leyfi þitt til að nota Google Analytics til að safna nafnlausum upplýsingum um notkun þína á þessum vef?

Sjáðu nánar á persónuverndarsíðu okkar hvaða áhrif svar þitt hefur.