Viðburðir
Fjarfundaröð um öryggismál í mannvirkjagerð
Mannvirki – félag verktaka, í samstarfi við Vinnueftirlitið, stendur fyrir fjarfundaröð um öryggismál. Fundirnir eru opnir félagsmönnum á mannvirkjasviði Samtaka iðnaðarins.
Á hverjum fundi verða innlegg frá Vinnueftirlitinu, auk þess sem fulltrúar aðildarfyrirtækja Mannvirkis munu kynna áhugaverð verkefni og frumkvæði í öryggismálum.
Fyrsti fundur fer fram þriðjudaginn 11. febrúar nk. kl. 14-15 í gegnum Zoom.
Dagskrá
- Breytt hlutverk Vinnueftirlitsins og auknar heimildir - Helga Bogadóttir, lögfræðingur á sviði vinnuverndar hjá Vinnueftirlitinu og Þórdís Huld Vignisdóttir, leiðtogi straums vettvangsathugana og stafrænna samskipta hjá Vinnueftirlitinu
- Stjórnun öryggismála hjá Íslenskum aðalverktökum – Ingólfur Gissurarson, forstöðumaður gæða- og öryggismála hjá Íslenskum aðalverktökum
Þau sem skrá sig munu fá sendan hlekk til að komast inn á fundinn þegar nær dregur. Skráningu lýkur kl. 13.00 samdægurs.