Viðburðir
13.03.2025 - 15.03.2025 Laugardalshöll

Íslandsmót iðn- og verkgreina og Mín framtíð

Verkiðn heldur Íslandsmót iðn- og verkgreina og framhaldsskólakynninguna Mín framtíð í Laugardalshöllinni dagana 13.-15. mars. Keppendur takast á við krefjandi og raunveruleg verkefni í samkeppni þar sem reynir á hæfni, skipulagshæfileika og fagmennsku. Þá kynna fjölmargar iðn- og verkgreinar sig og leyfa gestum jafnvel að prófa handtökin. Kynningar framhaldsskólanna eru með áherslu á STEAM-greinar, iðn- og verknám.