Viðburðir
Hvernig komum við hreyfingu á hlutina? Fjármögnun og uppbygging innviða
Landsbankinn í samvinnu við Samtök iðnaðarins stendur fyrir morgunfundi fimmtudaginn 13. mars nk. þar sem sjónum verður beint að samvinnu opinberra aðila og einkaaðila við innviðaframkvæmdir, einkum á sviði samgöngumála.
Fundurinn er haldinn í Norðurljósasal Hörpu og hefst kl. 8.30, húsið opnar kl. 8 með léttum morgunmat.
Dagskrá:
- Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, setur fundinn og ræðir möguleika á samvinnu einkaaðila og opinberra aðila við mikilvægar innviðaframkvæmdir.
- Teitur Samuelsen, forstjóri Austureyjar- og Sandeyjarganganna og fyrirhugaðra Suðureyjaganga í Færeyjum, mun fjalla um undirbúning, framkvæmd og fjármögnun þessara miklu innviða.
- Kashif Khan hjá Metlife Investment Management í Bretlandi mun ræða um fjármögnun á innviðaframkvæmdum en Metlife er mjög umfangsmikið á þessu sviði.
- Ingólfur Bender, aðalhagfræðingur Samtaka iðnaðarins mun fjalla um ástand og framtíðarhorfur innviða á Íslandi.
Að þessu loknu taka við pallborðsumræður sem Ólöf Skaftadóttir, ráðgjafi og hlaðvarpsstjórnandi stýrir. Þátttakendur í pallborði eru:
- Eyjólfur Ármannson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.
- Ólafur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Birtu lífeyrissjóðs.
- Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins.
- Sigþór Sigurðsson, framkvæmdastjóri Colas Ísland.
Á vef Landsbankans er hægt að skrá sig á fundinn.