Viðburðir
27.03.2025 kl. 9:00 - 12:00 Hilton Reykjavík Nordica

Eflum samkeppni - aukum skilvirkni

Hvernig er hægt að efla samkeppni og auka skilvirkni? Um þetta verður rætt á fundi á Hilton Reykjavik Nordica, Suðurlandsbraut 2, fimmtudaginn 27. mars. Fundurinn er á vegum Háskólans í Reykjavík, í samstarfi við SA, SAF, SFF, SFS, SI, SVÞ og Viðskiptaráð. Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra flytur opnunarávarp.

Framsögumenn verða:

· Antoine Winckler, yfirráðgjafi hjá Cleary Gottlieb Steen & Hamilton
EU merger control, a procedural analysis: what works and what doesn‘t?

· Katie Curry, hagfræðingur / meðeigandi hjá RBB Economics
Merger control and international competitiveness: conflicting priorities?

· Heimir Örn Herbertsson, sérfræðingur í samkeppnisrétti við Háskólann í Reykjavík og hæstaréttarlögmaður
Merger control enforcement in Iceland – the eye of the needle?

Að erindum loknum verða pallborðsumræður framsögumanna ásamt Páli Gunnari Pálssyni, forstjóra Samkeppniseftirlitsins. Fundarstjórn og stjórn pallborðsumræðna verður í höndum Ásu S. Hallsdóttur, yfirlögfræðings samkeppnismála hjá Volvo í Svíþjóð.

Hér er hægt að skrá sig á fundinn.