Viðburðir
15.04.2025 kl. 16:00 - 17:30 Hús atvinnulífsins, Borgartúni 35

Fundur IEI og KÍ - Er Ísland að ganga lengra en þörf er á þegar kemur að persónuvernd?

Samtök menntatæknifyrirtækja (IEI) í samstarfi við Kennarasamband Íslands bjóða til opins fundar um persónuvernd þegar kemur að skólum og tæknilausnum 15. apríl kl. 16-17.30 í Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35. Léttar veitingar í boði.

Er of strangt regluverk að hindra nýsköpun, gæði og inngildingu í menntakerfinu? Hver ber ábyrgð – og hvar liggja mörkin?

Framsögumenn:

  • Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands
  • Ragnar Þór Pétursson, kennari við Norðlingaskóla
  • Íris E. Gísladóttir, framkvæmdastjóri IEI

Létt spjall á eftir.

Aðgangur er ókeypis og öllum opinn.

Bókunartímabil er frá 3 apr. 2025 til 15 apr. 2025