Viðburðir
Vísindaferð Samtaka menntatæknifyrirtækja
Samtök menntatæknifyrirtækja, IEI, bjóða nemendum á menntavísindasviði í Vísindaferð í Grósku á Parketinu, opnu rými inni í nýsköpunarkjarnanum, föstudagurinn 7. nóvember kl. 17.00-19.00.
Hvert menntatæknifyrirtæki innan samtakanna verður með kynningu þar sem kemur fram:
- Hvernig lausn fyrirtækisins styður við kennslu, námsögn og inngildingu.
- Hvernig lausn fyrirtækisins eykur skilvirkni og bætir utanumhald náms.
- Möguleg tengsl við BS- eða meistaraverkefni sem nemendur gætu unnið í samstarfi við fyrirtækin.
Að kynningum loknum verður boðið upp á léttar veitingar.
