Viðburðir
10.11.2025 kl. 12:00 - 13:00 HMS í Borgartúni 21

Stofnun samstarfsvettvangs um mannvirkjarannsóknir og prófanir

Samstarfsvettvangur um mannvirkjarannsóknir og prófanir verður formlega stofnaður á viðburði sem haldinn verður hjá HMS, Borgartúni 21, mánudaginn 10. nóvember kl. 12:00-13:00.

Hlutverk samstarfsvettvangsins er að efla slagkraft, sýnileika og samhæfingu rannsókna og prófana í húsnæðis- og mannvirkjagerð á Íslandi. Að samstarfinu koma stjórnvöld, menntastofnanir og atvinnulíf.

Á viðburðinum verður Rannsóknaþörf í húsnæðis- og mannvirkjarannsóknum gefin út auk þess sem aðgerðir í Vegvísi að mótun rannsóknaumhverfis mannvirkjagerðar verða gerðar upp.

Meðal þeirra sem koma fram eru:

· Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra

· Logi Einarsson, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra

· Hermann Jónasson, forstjóri HMS

· Sigríður Ósk Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri umhverfis- og gæðasviðs Hornsteins og fulltrúi í vísindaráði

· Elín Þórólfsdóttir, teymisstjóri starfsumhverfis mannvirkjagerðar

Í pallborði verða:

· Jóhanna Klara Stefánsdóttir, sviðsstjóri mannvirkjasviðs hjá Samtökum iðnaðarins

· Ólafur Haralds Wallevik, PhD, prófessor í byggingarverkfræði í Háskólanum í Reykjavík

· Ólafur Sveinn Haraldsson, forstöðumaður rannsókna hjá Vegagerðinni og aðjúnkt í Háskóla Íslands

· Þórunn Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri mannvirki og sjálfbærni hjá HMS

Öll velkomin.

Viðburðinum verður einnig streymt á www.hms.is/streymi

Skráning og nánari upplýsingar eru hér: Stofnun samstarfsvettvangs um mannvirkjarannsóknir og -prófanir | Húsnæðis- og mannvirkjastofnun