Icelandic Game Fest 2025 – Arena Gaming
Icelandic Game Fest 2025 fer fram í Arena Gaming í Smáratorgi 3 laugardaginn 22. nóvember kl. 12-16.
Í fyrsta sinn í sögu tölvuleikjaiðnaðar á Íslandi sameinast leikjafyrirtæki landsins á einum stað til að kynna leiki sína. Ekki aðeins þá sem þegar hafa komið út heldur líka þá sem eru í vinnslu.Komdu og prófaðu íslensku leikina á yfir 100 tölvum, hittu hönnuðina og sjáðu kraftinn í íslenskri leikjagerð með eigin augum.
Viðburðurinn er öllum opinn og ókeypis.
Í boði IGI – Icelandic Gaming Industry, í samstarfi við Samtök iðnaðarins og Íslandsstofu. Arena Gaming verður aðeins í einn dag. Ekki missa af þessu!
Ef þú kemst ekki á staðinn, ekki örvænta. Viðburðurinn verður einnig aðgengilegur á Steam.
Hér er hægt að nálgast viðburðinn á Facebook.
