Mannvirkjaþing SI
Mannvirkjaþing SI fer fram fimmtudaginn 27. nóvember kl. 15-18 í Iðunni í Vatnagörðum 20. Þingið er ætlað félagsmönnum SI og öðrum boðsgestum.
Í upphafi þingsins verður sameiginleg dagskrá um mikilvægi innviðauppbyggingar til að efla viðnámsþrótt og varnar- og öryggismál. Gestum gefst síðan tækifæri til að velja úr tveimur málstofum þar sem fjallað verður annars vegar um iðnmenntun og hins vegar um bætt opinber innkaup. Í lok þingsins verður aftur sameigileg dagskrár þar sem kastljósinu verður beint að stöðu húsnæðisuppbyggingar.
Að dagskrá lokinni verður boðið upp á léttar veitingar.
Dagskrá
- Jóhanna Klara Stefánsdóttir, sviðsstjóri mannvirkjasviðs SI, stýrir þinginu
Innviðauppbygging til að efla viðnámsþrótt og varnar- og öryggismál
- Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI
- Tero Kivinemi, forstjóri Destia og varaformaður Neyðarbirgðastofnunar Finnlands
- Runólfur Þórhallsson, sviðsstjóri Almannavarna
- Andri Júlíusson, staðgengill skrifstofustjóra varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins
- Jón B. Guðnason, framkvæmdastjóri varnarmálasviðs Landhelgisgæslu Íslands
Bætt opinber innkaup – fyrirsjáanleiki og aukin gæði
- Lilja Björk Guðmundsdóttir, yfirlögfræðingur SI
- Bjartmar Steinn Guðjónsson, samningastjóri hjá Ístaki
- Sandra Rán Ásgrímsdóttir, sviðsstjóri tækniþróunar hjá COWI
- Sólveig Margrét Kristjánsdóttir, fjármálastjóri hjá Grafa og grjót
- Hildur Georgsdóttir, framkvæmdastjóri FSRE
- Jón Björn Hákonarson, forseti bæjarstjórnar í Fjarðarbyggð og formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga
Áskoranir í menntamálum mannvirkjaiðnaðar
- Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir, sérfræðingur í mennta- og mannauðsmálum hjá SI
- Heiðrún Tryggvadóttir, skólameistari MÍ
- Gauti Fannar Gestsson, framkvæmdastjóri Blikklausna
- Heiðar Smári Harðarson, framkvæmdastjóri Garðvéla
- Þór Pálsson, skólameistari Rafmennt
Hvert stefnir húsnæðismarkaðurinn? – Uppbygging sm mætir þörfum
- Ingólfur Bender, aðalhagfræðingur SI
- Jónas Atli Gunnarsson, hagfræðingur og teymisstjóri hjá HMS
- Monika Hjálmtýsdóttir, formaður Félags fasteignasala
- Arnhildur Pálmadóttir, arkitekt hjá s. ap arkitektum
