Viðburðir
29.01.2026 kl. 16:10 - 18:10 Miðstöð menntunar og skólaþjónustu

Viltu verða námsgagnahöfundur? - Örnámskeið um gerð námsgagna frá hugmynd til útgáfu

Þróunarsjóður námsgagna, Miðstöð menntunar og skólaþjónustu, Forlagið, Iðnú, Hagþenkir og Samtök menntatæknifyrirtækja standa fyrir örnámskeiði um gerð námsgagna frá hugmynd til útgáfu 29. janúar kl. 16:10 til 18:10 í Miðstöð menntunar og skólaþjónustu, Víkurhvarfi 3, 203 Kópavogi. Einng verður boðið upp á þátttöku í fjarfundi.

Dagskrá

Fundarstjóri: Gunnar Hersveinn rithöfundur

  • 16.10 Hugmynd kviknar - hvað svo? Íris E. Gísladóttir, formaður stjórnar Þróunarsjóðs námsgagna
  • 16:20 Fagleg og fjölbreytt framsetning í námsefnisgerð Andri Már Sigurðsson og Sigrún Sóley Jökulsdóttir, sérfræðingar í námsefnisgerð hjá Miðstöð menntunar og skólaþjónustu
  • 16:30 Námsgagnagerð og útgáfa á framhaldsskólastigi Heiðar Ingi Svansson, framkvæmdastjóri Iðnú
  • 16:55 Reynslusögur: Að hætta skrifa bara fyrir skúffuna Unnur María Sólmundsdóttir, höfundur Halló heimur og verkefnaheftis við bókaseríuna Óvættaför og Ásdís Ingólfsdóttir, höfundur Undirstaðan - efnafræði fyrir framhaldsskóla (vefbók)
  • 17:20 „Hvernig fer ég rétt að?“ Friðbjörg Ingimarsdóttir, framkvæmdastýra Hagþenkis, félag höfunda fræðirita og kennslugagna
  • 17:30 Möguleikar í útgáfu - Iðnú | Heiðar Ingi Svansson, framkvæmdastjóri - Miðstöð Menntunar og skólaþjónustu | Katrín Friðriksdóttir, sviðsstjóri námsgagnasviðs - Forlagið | Oddný Sigurrós Jónsdóttir, ritstjóri kennslubóka - Samtök menntatæknifyrirtækja | Hulda Birna Kjærnested Baldusdóttir, sérfræðingur í mennta- og mannauðsmálum hjá Samtökum iðnaðarins

Hér er hægt að skrá sig á örnámskeiðið.