6. Er til samræmdur staðall fyrir mína framleiðslu?

Formleg skilgreining á staðli er:
Skjal til sameiginlegrar og endurtekinnar notkunar sem boðar reglur og leiðbeiningar eða dregur fram einkenni aðgerða eða árangur af niðurstöðum þeirra. Skjalið er tengt samkomulagi og samþykkt viðurkenndra samtaka. Ath! Tilgangurinn er að ná hagstæðasta skipulagi miðað við gefnar forsendur.

Formleg skilgreining á staðli er:
Skjal til sameiginlegrar og endurtekinnar notkunar sem boðar reglur og leiðbeiningar eða dregur fram einkenni aðgerða eða árangur af niðurstöðum þeirra. Skjalið er tengt samkomulagi og samþykkt viðurkenndra samtaka. Ath! Tilgangurinn er að ná hagstæðasta skipulagi miðað við gefnar forsendur.


Hvað er samræmdur staðall?
Samræmdur staðall er unninn á vegum CEN/CENELEC eftir umboði frá Framkvæmdastjórn ESB. Ekki er hægt að nota alla samræmda staðla sem forsendu fyrir CE-merkingu byggingavöru. Nokkrir þeirra eru svonefndir hjálparstaðlar, t.d. stöðlun á prófunaraðferð. Samræmda staðla skal nota sem sameiginlega viðmiðun í byggingarlögum aðildarlandanna. Staðallinn fjallar um þá eiginleika sem eru forsendur þess að grunnkröfurnar sem settar eru fram í „umboðinu” nái fram að ganga.

Umboðshluti staðalsins er forsenda fyrir CE-merkingu. CEN/CENELEC getur valið að útfæra hinn frjálsa hluta staðalsins sem fjallar um önnur atriði en grunnkröfurnar. Það er áríðandi að „umboðshluta” staðalsins og þar með þeim skyldubundna sé haldið aðskildum frá þeim frjálsa. Það er gert með því að umboðshlutinn af staðlinum er gefinn út sem viðauki.
(Sjá CE gátlista, Skref 9:
Hvað þýðir anneks ZA?),

Í byggingartilskipuninni segir í kafla II, grein 7, lið. 3: „Þegar evrópska staðlaráðið hefur gefið út staðal gerir Framkvæmdastjórnin hann opinberan með því að birta á í Evrópusambandsfréttunum.”

Hvað er Evrópskt tæknisamþykki (ETA)?
Evrópskt tæknisamþykki er mat á hæfi byggingarvöru til tiltekinna nota, byggt á viðeigandi grunnkröfum. Það tekur til krafna sem gerðar eru til vörunnar, aðferða til að sannprófa og votta samræmi við grunnkröfurnar og upplýsinga um eiginleika vörunnar. Hægt er að útbúa Evrópskt tæknisamþykki út frá leiðbeiningum úr „umboði” frá Framkvæmdastjórninni eða, þar sem ekki er að finna leiðbeiningar, út frá „túlkunarskjölum.”

Í kafla III, grein 8 í byggingavörutilskipuninni er upplýst að hægt sé m.a. að útbúa tæknisamþykki fyrir vörur sem falla ekki undir samræmdan staðal eða „umboð” til staðlagerðar, ásamt vörum sem falla langt frá samræmdum- eða landsstöðlum.

Dæmi
Aftur í gátlista


Skjalastjórnun

Skjal nr: 12185                         Síðast samþykkt:  14. nóvember 2005
Skjalagerð: Grein                               Síðast endurskoðað: 17. febrúar 2004

Copyright © 2006 ce-byg