2. Fellur mín framleiðsla undir Byggingavörutilskipunina? - Dæmi

Til að ganga úr skugga um hvort framleiðsla þín fellur undir Byggingavörutilskipunina getur þú flett upp á vefsetri CEN. http://standards.cen.eu/dyn/www/f?p=CENWEB:105::RESET::::
Þar er að finna lista yfir „Samræmda staðla.”  Listar þessir eru uppfærður reglulega.

Einnig er hægt að vafra inn á vefsetur Mannvirkjastofnunar 
http://www.mannvirkjastofnun.is/byggingar/byggingarvorur/listi-yfir-samhaefda-stadla-vegna-ce-merkingar-byggingarvoru/ þar sem eru link á þrjár vefsíður þar sem er að finna lista yfir EN samræmda staðla. Listar þessir eru uppfærður reglulega.


Dæmi um framleiðslu sem fellur undir Byggingavörutilskipunina:

  • Járnvara, millilegg, gaddaplötur og sléttar gataplötur
  • Steypueiningar
  • Steypurör og -brunnar
  • Einangrun
  • Eldvarnar- og reykgluggar og -hurðir
  • Borðaklæðningar
  • Botnfallstankar
  • Byggingarkalk
  • Sement
  • Brunnlok
  • Fingurskeytt tréburðarvirki
  • Tréburðarvirki
  • Innihurðir
  • Línumöstur
  • Léttsteypueiningar
  • Límtré
  • Múrsteinar
  • Múrblöndur
  • Steypumulningur og múrsteinar eru byggingavörur þegar slík efni eru notuð sem fylliefni
  • Olíu- og fituskiljur
  • Plaströr
  • Holplötur úr steypu
  • Sandur, sem er notaður í steypuframleiðslu, er byggingarvara vegna þess að steypan er notuð að staðaldri í byggingar og mannvirkjagerð.
  • Berandi jarðvegur, sem notaður er í vegagerð, er byggingarvara vegna þess að hann er notaður að staðaldri í mannvirki.
  • Reykháfar
  • Íblöndunarefni í steypu
  • Timburblandaðar plötur
  • Timbureiningar – verksmiðjuframleiddar vegg-, gólf- og þakeiningar.
  • Timburgólf
  • Gluggar og útihurðir.

Dæmi um byggingavörur sem falla ekki undir Byggingavörutilskipunina:

  • Hálkusandur er ekki byggingavara þar sem hann er ekki varanlegur hluti af vegamannvirki

Aftur í gátlista


Skjalastjórnun
Skjal nr: 12258                       Síðast samþykkt:  19. október 2015
Skjalagerð: Grein                               Síðast endurskoðað: 19. október 2015


Copyright © 2006 ce-byg