8. Hvaða tæknilýsingar þarf að gera varðandi mína framleiðslu? - Dæmi

Múrblöndur
Samkvæmt DS/EN 998-2 um múrblöndur skal gera „fyrstuprófun” samkvæmt (ITT – Initial Type Testing) og síðan skal gera eftirlitsprófanir samkvæmt fyrir fram ákveðinni eftirlitsáætlun.

Báðar þessar prófanir getur framleiðandinn séð um sjálfur og ekki er krafist afskipta tilkynnts aðila.


Hvaða eiginleika á að prófa?
Gera þarf gerðarprófun á framleiðslunni áður en leyfilegt er að CE-merkja hana. Gerðaprófunin skal skjalfesta að varan sé búin þeim eiginleikum sem krafist er í framleiðslustaðlinum eða í lögum og reglum, ásamt þeim eiginleikum sem framleiðandinn lýsir yfir að varan sé gædd. Þegar um er að ræða kalkblandaða múrblöndu þarf að gera m.a. eftirfarandi prófanir:

  • Hafa eftirlit með að farið sé eftir uppskriftinni. Það er krafa því að eiginleikar vörunnar byggjast á því. Það er hægt að gera með því að mæla kalkinnihaldið.

  • Hafa eftirlit með að farið sé eftir tilheyrandi tilvísun. Tilvísunin er skjalfesting á að uppskriftin tryggi styrkeiginleikana í endanlegri múrblöndu. Á Íslandi væri það tilvísun í viðauka D i DS 414 sem framleiðandinn ákveður að fara eftir. Í þeirri tilvísun er þess krafist að kornakúrfa steinefnanna liggi innan þeirra frávika sem er tiltekið í fylgiskjalinu. Þess vegna skal skjalfesta kornadreifingu steinefnanna.

  • Eftirlit með klórinnihaldi. Samkvæmt. DS 414, útgáfu 5. má það ekki fara yfir 0,1%.

Skilgreina þarf fjölda og umfang reglubundinna prófana og sundurliða verklagsreglur um eftirlitsáætlun.

Þegar framleiðslan tilheyrir þrepi 4 í vottunarskalanum, geta framleiðendur sjálfir gert allar prófanir svo framarlega sem þeir búa yfir nægilegri sérþekkingu og réttum tækjum. Ef framleiðandinn kýs að fá utanaðkomandi aðila til að gera prófanir er ekki krafist að hann sé „tilkynntur aðili.”

Þegar um er að ræða kalkblandaða múrhræru fyrir íslenskan markað gildir að samræmisyfirlýsingin innihaldi (samkvæmt þrepi 4):

  • Nafn og aðsetur framleiðandans

  • Lýsing á framleiðsluvörunni og afrit af CE-merkingunni

  • Kröfurnar sem framleiðsluvaran á að uppfylla samkvæmt staðli

  • Hugsanlega sérstakar ábendingar varðandi notkun framleiðsluvörunnar

  • Nafn og starfsheiti þeirrar persónu sem hefur vald til að undirrita samræmisyfirlýsinguna

Aftur í gátlista


Skjalastjórnun
Skjal nr: 12306                      Síðast samþykkt:  27. október 2005
Skjalagerð: Grein                               Síðast endurskoðað: 18. febrúar 2004


Copyright © 2006 ce-byg