Fréttasafn
  • SA_Adgerdaraetlun

Aðgerðaáætlun um uppbyggingu atvinnulífsins

16.2.2010

Atvinna fyrir alla - aðgerðaáætlun 2010 um uppbyggingu atvinnulífsins er komin út. Um er að ræða nýja stefnumörkun SA um atvinnu- og efnahagsmál sem miðar að sköpun nýrra starfa og uppbyggingu atvinnulífsins á þessu ári og í næstu framtíð. Meginmarkmiðið er að útrýma atvinnuleysi og tryggja að ný störf verði til fyrir þá sem koma út á vinnumarkaðinn á næstu árum. Um er að ræða stefnumörkun á fjölmörgum sviðum sem miða að því að koma Íslandi af stað. Rafrænt eintak ritsins má nú nálgast á vef SA.