Mótum framtíðina saman
Mannkynið stendur á tímamótum nú þegar við erum stödd í miðri 4. iðnbyltingunni.
Mannkynið stendur á tímamótum nú þegar við erum stödd í miðri 4. iðnbyltingunni. Það má halda því fram að með iðnbyltingunni fyrri sem hófst undir lok 18. aldar hafi vélbúnaður frelsað mannkynið frá margvíslegri líkamlegri erfiðisvinnu. Við erum fá sem myndum vilja leggja skurðgröfunum og taka aftur til við að handmoka alla skurði. Enn á ný er mannkynið að taka stórstígum framförum og feta veg sem við sjáum ekki fyrir endann á. Við getum ekki dvalið í fortíðinni þegar framtíðin bankar á dyrnar. Við verðum að velta því fyrir okkur núna hvaða sérþekkingu við þurfum á að halda eftir 10-15 ár. Nýverið spurðuSamtök atvinnulífsins í Noregi félagsmenn sína að því hvaða þekkingu þeir þyrftu á að halda á næstu fimm árum. Það stóð ekki á svarinu. Það verður mest eftirspurn eftir iðn- og tæknimenntuðufólki auk þeirra sem hafa þekkingu í tölvu- og verkfræði. Eftirspurn eftir fagmenntuðu fólki heldur áframað aukast þar sem hér. Félagsmenn okkar hjá Samtökum iðnaðarins finna einnig fyrir þessari knýjandi þörf. Hvar sem maður kemur í fyrirtæki í dag eru áhyggjur forsvarsmanna fyrirtækja okkar þær sömu: „Okkurvantar iðn- og tæknimenntað fólk“. Það er gríðarlega mikilvægt að okkur takist að fá fleiri í starfsnám og þar gegna fyrirtækin okkar lykilhlutverki. Aukin tæknivæðing mun kalla eftir fólki með góðan tæknilegan bakgrunn og gott verkvit. Hæfni og góð menntun eru lykilatriði fyrir ungt fólk sem vill ná góðum árangri á vinnumarkaði. Það er ljóst að mörg störf sem við þekkjum í dag munu taka stórkostlegum breytingum eða jafnvel leggjast alveg af. Ný störf verða til samfara nýrri tækni. Það er verkefni okkar í dag að móta verkefni morgundagsins. Það gerum við best saman.
Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður SI
Íslenskur iðnaður, 1. tbl. 23. árg. september 2017