Vægi atvinnulífs í kosningaumfjöllun

29. apr. 2013

Samtök iðnaðarins gerðu ítarlega könn­­un meðal félagsmanna í aðdrag­anda Iðnþings. Rýnt var í stöðu efna­hags­­lífsins, viðhorf til gjaldmiðlamála, Evrópumála o.fl. Ennfremur var lagt mat á það hversu mikla eða litla áherslu Sam­tökin ættu að leggja á margvísleg málefni. Viðhorf og hagsmunir félags­manna eru jafnan höfð að leiðarljósi í starfi SI og því eru kannanir sem þessar afar mikilvægar.

Samtök iðnaðarins gerðu ítarlega könn­­un meðal félagsmanna í aðdrag­anda Iðnþings. Rýnt var í stöðu efna­hags­­lífsins, viðhorf til gjaldmiðlamála, Evrópumála o.fl. Ennfremur var lagt mat á það hversu mikla eða litla áherslu Sam­tökin ættu að leggja á margvísleg málefni. Viðhorf og hagsmunir félags­manna eru jafnan höfð að leiðarljósi í starfi SI og því eru kannanir sem þessar afar mikilvægar.

Niðurstöður könnunarinnar eru at­­hyglis­verðar í ljósi komandi alþingiskosn­inga. Íslenskur iðnaður veitir um fimm­t­ungi landsmanna vinnu, aflar um helm­ings gjaldeyristekna þjóðarinnar og skapar tæpan fjórðung landsframleiðsl­unnar. Ætla mætti að sjónarmið iðnað­arins hefðu nokkurt vægi þegar kemur að áherslumálum stjórnmálaflokka í að­­draganda kosninga og almennri stjórn­málaumræðu. Svo er þó ekki nema að tak­mörkuðu leyti.

Stærstu kosningarmálin

Af stjórnmálaumræðu undanfarnar vikur má ráða að stærsta kosningamálið séu hagsmunir heimilanna, einkum stökk­breyttar skuldir og verðtryggingin. Ný stjórnarskrá, nýtt fiskveiðistjórnunar­kerfi og umhverfismál eru einnig nokkuð ofarlega á baugi. Ennfremur eru pólitísk­ar illdeilur, sem koma málefnum lítið sem ekkert við, stór málaflokkur.

Ekki þarf að koma á óvart að skulda­mál­in séu fyrirferðamikil enda er ljóst að verðtryggðar skuldir almennings hafa hækkað mikið síðustu misserin samhliða lækkun raunlauna. Iðnaður er mikilvæg uppspretta starfa og verðmætasköpunar og hvernig starfsskilyrði honum eru búin skipta heimilin í landinu miklu máli. Vissu­­lega hafa stjórnmálaflokkarnir skoðun á efnahags-, skatta og atvinnu­mál­um og tillögur sumra flokka í þeim efnum eru bæði skynsamlegar og til þess fallnar að efla iðnaðinn í landinu. En það er áhyggjuefni að málefni hans skuli ekki vega þyngra í kosningaumræðunni en raun ber vitni. Áherslur fjölmiðla, upp­setn­ing kappræðna og val á spurningum benda einnig eindregið til að áhugi þeirra á málefnum atvinnulífsins sé takmarkað­ur.

Töfralausn

Kjör fólksins í landinu er alltaf viss spegilmynd af stöðu atvinnulífsins. Kaup­máttur getur ekki aukist mikið meira en sem nemur hagvexti sem aftur verður ekki til nema atvinnulífið dafni. Afnám verðtryggingar eða stórfelld niðurfelling húsnæðisskulda mun ekki auka hagvöxt. Vissulega getur einkaneysla aukist í gegnum auðsáhrif en í því felst ekki verðmætasköpun heldur eignatilfærsla. Það gleymist stundum að skuldavandinn varð til vegna þess að við skuldsettum okkur of mikið. Stökkbreyting skuldanna varð vegna efnahagslegrar óstjórnar. Við þessum vanda er engin töfralausn til. Efnahagslegur stöðugleiki sem hemur verðbólgu og verðmætasköpun sem gerir okkur kleift að greiða niður skuldir er eina færa leiðin.

Skuldaniðurfellingar munu að líkindum ýta undir verðbólgu. Ef samhliða verður farið í að auka hlut óverðtryggðra hús­næðislána er viðbúið að vaxtastig muni hækka og þá fyrst munum við sjá heim­ilin í landinu í greiðsluvanda ef saman fer vaxandi verðbólga og víðtæk óverð­tryggð húsnæðislán.

Ný stjórnarskrá, afturköllun aðildarum­sókn­ar, aukið vægi náttúruverndar og lýðræðisvakning eru góð og gild málefni en þau munu ekki frekar en niðurfelling skulda auka verðmætasköpun.

Mikilvægasta hagsmunamál heimilanna

Það er áhyggjuefni að stjórnmála­áherslur í aðdraganda kosninga beinast lítið að málefnum iðnaðarins og atvinnu­lífsins í heild. Staðreyndin er nefnilega sú að mikilvægasta hagsmunamál heimil­anna er að sköpuð séu hagfelld skilyrði fyrir atvinnulífið og að stöðugleiki náist í efnahagslífinu. Mörg stærstu kosninga­málin vinna beinlínis gegn þessu marki. Ef niðurstöður könnunar Samtaka iðnað­ar­ins væri leiðandi fyrir stjórnmálaum­ræðuna væru menntamál, skattamál, peningamál og atvinnulífsfjárfestingar í forgrunni.

Svo er því miður ekki.