6. feb. 2004

Uppsveifla hafin í iðnaði

Nýjar tölur Hagstofunnar um virðisaukaskattskylda veltu einstakra greina fyrir tímabilið janúar til október 2003, sýna að uppsveifla er hafin í iðnaði. Samtök iðnaðarins áætla að innlend velta iðnaðar hafi aukist um 8,2% að raunvirði á síðasta ári. Þetta eru gleðileg tíðindi eftir mikla niðursveiflu í iðnaði síðustu missiri.

Innlend veltuþróun iðnaðar

Innlend veltuaukningin atvinnustarfseminnar í heild varð þó minni eða um 0,4% að raunvirði. Það útskýrist af 1,9% samdrætti í öðrum greinum atvinnustarfseminnar, sérstaklega fiskveiðum og -vinnslu. Innlend velta iðnaðar er áætluð að hafa verið 324 milljarðar króna á síðasta ári, sem eru 24,4% af heildarveltunni. Ör vöxtur í iðnaði átti því stóran þátt í því að veltuaukning atvinnustarfseminnar í heild varð jákvæð.

Innlend veltuþróun eftir grein

Mikill vöxtur varð í veltu byggingar-, jarðefna- og matvælaiðnaðar (án fiskvinnslu) en þó sínu mestur í lyfjaiðnaði. Fjárfestingar vegna virkjana- og stóriðjuframkvæmda komu fram sem aukin velta í byggingar- og jarðefnaiðnaði. Greinar iðnaðar tengdar sjávarútvegi, eins og skipasmíði og -viðgerðir og veiðafæragerð, liðu fyrir samdrátt í þeirri grein og hátt gengi krónunnar. Áframhaldandi samdráttur varð einnig í UT-iðnaði, aðallega í hugbúnaðargerð og ráðgjöf, sem má rekja til samdráttar í innlendri eftirspurn. Þó eru vísbendingar um að UT-iðnaðurinn muni brátt taka við sér, t.d. fer velta vaxandi í heildverslun með búnað og vélar til nota í iðnaði og ráðgjöf varðandi tölvuvélbúnað.

Hlutfall einstakra greina

Þorsteinn Þorgeirsson

©Samtök iðnaðarins, 6. febrúar 2004