Vilmundur Jósefsson kosinn formaður Samtaka iðnaðarins

Nýr formaður Samtaka iðnaðarins, Vilmundur Jósefsson framkvæmdastjóri Gæðafæðis, var kosinn á aðalfundi Samtakanna, Iðnþingi 2000. Vilmundur tekur við af Haraldi Sumarliðasyni sem verið hefur formaður Samtakanna allt frá stofnun þeirra 1993, en Haraldur gaf ekki kost á sér til áframhaldandi formannssetu.

Nýr formaður Samtaka iðnaðarins, Vilmundur Jósefsson framkvæmdastjóri Gæðafæðis, var kosinn á aðalfundi Samtakanna, Iðnþingi 2000. Vilmundur tekur við af Haraldi Sumarliðasyni sem verið hefur formaður Samtakanna allt frá stofnun þeirra 1993, en Haraldur gaf ekki kost á sér til áframhaldandi formannssetu.

Aðrir í stjórn voru kosnir:
Friðrik Andrésson (Múrararmeisararfélag Reykjavíkur), Hreinn Jakobsson (Skýrr hf.) og Jón Albert Kristinsson (Myllan-Brauð hf.).

Fyrir í stjórninni eru:
Eiður Haraldsson (Háfell ehf.), Geir A. Gunnlaugsson, Helgi Magnússon (Harpa hf.) og Örn Jóhannsson (Árvakur hf. / Morgunblaðið).

Formenn Samtaka iðnaðarins takast í hendur. Ný stjórn Samtaka iðnaðarins.
Formenn Samtaka iðnaðarins takast í hendur.
Vilmundur Jósefsson (t.v.) nýkjörinn formaður SI og Haraldur Sumarliðason fráfarandi formaður.
Ný stjórn Samtaka iðnaðarins. Talið frá vinstri:
Sveinn Hannesson framkvæmdastjóri, Helgi Magnússon, Örn Jóhannsson, Geir A. Gunnlaugsson, Vilmundur Jósefsson formaður, Friðrik Andrésson, Eiður Haraldsson, Jón Albert Kristinsson og Hreinn Jakobsson.