Niðurstaða úr stjórnarkjöri Samtaka iðnaðarins
- Iðnþing 2000 -
Í samræmi við 10. kafla laga Samtaka iðnaðarins annaðist kjörstjórn undirbúning kosningar til stjórnar og ráðgjafaráðs Samtakanna.
Í samræmi við 10. kafla laga Samtaka iðnaðarins annaðist kjörstjórn undirbúning kosningar til stjórnar og ráðgjafaráðs Samtakanna.
Þann 13. janúar var auglýst eftir tilnefningum til stjórnarkjörs og með fundarboði til Iðnþings sem sent var út þann 11. febrúar sl. voru sendir atkvæðaseðlar í samræmi við greidd félagsgjöld. Jafnframt hefur verið heimilt að greiða félagsgjöld vegna fyrra árs og fá afhenta atkvæðaseðla á skrifstofu Samtakanna til hádegis þann 24. febrúar í samræmi við reglur laganna.
Samtals voru útsend atkvæði til stjórnarkjörs við lok kosningar 55.913. Kosningaþátttaka var 80,58% og greidd atkvæði því 45.055.
Kosning er tvískipt, þ.a.e. annars vegar er formannskjör og hins vegar stjórnarkjör.
Í formannskjöri gaf einungis Vilmundur Jósefsson kost á sér.
Úrslit voru þessi:
Greidd atkvæði 45.055 og kosningaþátttaka því 80,58%
Auðir og ógildir seðlar 6.238
Vilmundur Jósefsson 34.099
Aðrir (alls 3) 4.718
Samtals 45.055
Samkvæmt framantöldu er Vilmundur Jósefsson rétt kjörinn formaður Samtaka iðnaðarins til Iðnþings að ári.
Kjör stjórnar og ráðgjafaráðs:
Í kjöri til stjórnar og ráðgjafaráðs voru greidd atkvæði 45.055 eins og áður sagði. Auðir seðlar og ógildir voru með 651 atkvæðum. Alls gáfu 9 menn kost á sér.
Í þessari kosningu, eins og raunar í formannskjöri einnig, er heimilt að kjósa hvaða kjörgengan félagsmann sem er, þó hann hafi ekki formlega gefið kost á sér.
Þeim sem atkvæði greiða er heimilt að merkja við fæst þrjú og flest níu nöfn á atkvæðaseðlinum. Samtals voru greidd 179.230 atkvæði og var því að meðaltali merkt við 3,97 nöfn á hverjum seðli. Hér fara á eftir niðurstöður úr kjöri til stjórnar og ráðgjafaráðs:
Þeir þrír sem flest atkvæði hlutu voru kosnir í stjórn Samtaka iðnaðarins til næstu tveggja ára og voru þeir þessir:
Friðrik Andrésson 29.264 atkvæði
Hreinn Jakobsson 24.833 atkvæði
Jón Albert Kristinsson 24.615 atkvæði
Þeir sex sem næstir koma að atkvæðatölu eru kjörnir til setu í ráðgjafaráði Samtaka iðnaðarins til eins árs og eru jafnframt varamenn í stjórn Samtakanna. Þeir eru:
Valgeir Hallvarðsson 19.167 atkvæði
Magnús Ólafsson 17.586 atkvæði
Eyjólfur Sigurðsson 17.471 atkvæði
Jakob Bjarnason 16.264 atkvæði
Lovísa Jónsdóttir 13.898 atkvæði
Magnús Jóhannsson 13.197 atkvæði
Þar með eru þeir upptaldir sem kosningu hlutu í þessu kjöri til stjórnar og ráðgjafaráðs Samtaka iðnaðarins.