Kosningar og Iðnþing

16. mars 2001

Undirbúningur fyrir Iðnþing er hafinn af fullum krafti og eins og venjulega sjá félagsmenn fyrstu merki þess þegar formaður kjörstjórnar sendir þeim öllum bréf þar sem minnt er á Iðnþingið og óskað eftir því að Samtökunum berist tilnefningar um þá sem vilja taka að sér að gegna margvíslegum trúnaðarstörfum fyrir Samtök iðnaðarins.

Undirbúningur fyrir Iðnþing er hafinn af fullum krafti og eins og venjulega sjá félagsmenn fyrstu merki þess þegar formaður kjörstjórnar sendir þeim öllum bréf þar sem minnt er á Iðnþingið og óskað eftir því að Samtökunum berist tilnefningar um þá sem vilja taka að sér að gegna margvíslegum trúnaðarstörfum fyrir Samtök iðnaðarins.

Félagsmenn eru hvattir til þess að bjóða sig fram og taka virkan þátt í kosningum og auðvitað að fjölmenna til Iðnþings.

Bréf formanns kjörstjórnar, Antons Bjarnasonar, frá 24. janúar sl. fer hér á eftir:

------

Ágæti félagsmaður

Ákveðið hefur verið að halda Iðnþing 16. mars 2001 í veislusalnum Versölum að Hallveigarstíg 1. Í tengslum við Iðnþing fara fram þrennar kosningar, þ.e. kosið er til formanns, stjórnar- og ráðgjafaráðs Samtaka iðnaðarins og til fulltrúaráðs Samtaka atvinnulífsins.

Með bréfi þessu er auglýst eftir tilnefningum til þessara trúnaðarstarfa. Tilnefningar verða að hafa borist eigi síðar en 10. febrúar nk. til skrifstofu Samtaka iðnaðarins.

Um kjör formanns, stjórnar og ráðgjafaráðs

Í 9. kafla laga Samtaka iðnaðarins segir:

Stjórn SI skipa átta menn, formaður og sjö meðstjórnendur. Formaður er kosinn sérstaklega til eins árs í senn, en meðstjórnendur til tveggja ára og ganga því þrír þeirra út annað árið en fjórir hitt. Við kjör meðstjórnenda hljóta þeir þrír eða fjórir sem flest atkvæði hljóta, kosningu sem stjórnarmenn til tveggja ára. Þeir sex sem næstir koma að atkvæðafjölda taka sæti í ráðgjafaráði til eins árs. Þeir, ásamt formanni SI, stjórnarmönnum og fulltrúum starfsgreinahópa mynda ráðgjafaráð sem koma skal saman minnst einu sinni á ári.

Hver félagsaðili hefur atkvæði í hlutfalli við greidd félagsgjöld ársins 2000. Hverjum heilum 1.000 krónum í greiddum félagsgjöldum fylgir eitt atkvæði.

Sérstök athygli skal vakin á því að lög SI gera ráð fyrir að þau iðngreina- og meistarafélög, sem gerst hafa aðilar að SI fyrir hönd félagsmanna sinna, fari með atkvæðisrétt þeirra. Vilji einstök félög hins vegar hafa þann hátt á að einstakir félagsmenn þeirra fari með sín atkvæði sjálfir er nauðsynlegt að tilkynna það skrifstofu SI eigi síðar en 10. febrúar nk.

Ítrekað skal að gefnu tilefni að allir félagsmenn hafa rétt til setu á Iðnþingi og eru kjörgengir í formanns- og stjórnarkjöri óháð því hvort meistara- eða iðngreinafélög, sem þeir eru aðilar að, fara með atkvæði fyrir þeirra hönd.

Um kjör til fulltrúaráðs Samtaka atvinnulífsins

Í 15. kafla laga Samtaka iðnaðarins segir:

Kosning fulltrúa SI í fulltrúaráð SA fer fram samtímis kjöri til stjórnar SI. Þátt í þeim kosningum geta tekið aðildarfyrirtæki SI að því marki sem þau hafa ekki ákveðið að tilnefna eigin fulltrúa skv. lögum SA þar um. Tilhögun kosninga er í samræmi við ákvæði 10. greinar laga þessara eftir því sem við getur átt en um atkvæðarétt fer skv. gildandi atkvæðaskrá SA.

Ekki er endanlega ljóst hve marga fulltrúa SI skal kjósa en gera má ráð fyrir að þeir verði á bilinu 30 til 40, en eru nú 34. Fyrirtæki, sem geta og vilja tilnefna sína fulltrúa beint í ráðið, verða að tilkynna það til skrifstofu SA fyrir 15. febrúar nk. í samræmi við lög SA.

Eigi síðar en hálfum mánuði fyrir Iðnþing verða sendir út atkvæðaseðlar ásamt leiðbeiningum um tilhögun kosninganna.

SAMTÖK IÐNAÐARINS

______________________
Anton Bjarnason
formaður kjörstjórnar

Listi yfir núverandi stjórn og kosna ráðgjafaráðsfulltrúa Samtaka iðnaðarins
Listi yfir núverandi fulltrúa í fulltrúaráði Samtaka atvinnulífsins

------

Núverandi stjórn Samtaka iðnaðarins og
kjörnir fulltrúar í ráðgjafaráði

Nafn Lok kjörtímabils
Stjórn SI    
Vilmundur Jósefsson, formaður   2001
     
Eiður Haraldsson Háfell 2001
Geir A. Gunnlaugsson Marel hf. 2001
Helgi Magnússon Harpa hf. 2001
Örn Jóhannsson, varaformaður Árvakur hf. 2001
     
Friðrik Andrésson Múrarameistaraf. Rvk 2002
Hreinn Jakobsson Skýrr hf. 2002
Jón Albert Kristinsson Myllan-Brauð hf. 2002
     
Ráðgjafaráð (kjörnir fulltrúar)    
Eyjólfur Sigurðsson Kornax ehf. 2001
Jakob Bjarnason  ÍAV hf. 2001
Lovísa Jónsdóttir  Hárgreiðslustofan Venus 2001
Magnús Jóhannsson  Fjarðarmót ehf. 2001
Magnús Ólafsson  Osta og smjörsalan sf. 2001
Valgeir Hallvarðsson  Stáltak hf. 2001


 

Samkvæmt þessu verða nú kosnir formaður, fjórir stjórnarmenn og sex menn í ráðgjafaráð.

Í 9. grein laga Samtaka iðnaðarins segir:

Hafi formaður setið samfleytt í sex ár má eigi endurkjósa hann fyrr en minnst tvö ár eru liðin frá því að hann lét af formennsku.

Á sama hátt má eigi kjósa stjórnarmann sem setið hefur í stjórn samfleytt í sex ár, fyrr en tvö ár eru liðin frá því að hann fer úr stjórn.

Þetta ákvæði á við þá Helga Magnússon og Örn Jóhannsson.

Þeir eru því ekki kjörgengir við kjör til stjórnar SI.

-----------------------

Fulltrúar Samtaka iðnaðarins í fulltrúaráði Samtaka atvinnulífsins

Aðalsteinn Aðalsteinsson 
Bjarni Bjarnason 
Björn Lárusson 
Eiður Haraldsson 
Eiríkur S. Jóhannsson* 
Geir A. Gunnlaugsson 
Gísli Gunnlaugsson 
Gylfi Þórðarson 
Haraldur Haraldsson 
Haraldur Sumarliðason 
Hrafnhildur Arnardóttir 
Ingi Björnsson 
Ingvar Kristinsson 
Jón Sigurðsson 
Jón Snorri Snorrason 
Kolbeinn Kristinsson 
Kolviður Helgason 
Leifur Agnarsson 
Loftur Árnason 
Magnús Jóhannsson 
Magnús Ólafsson 
Magnús Tryggvason 
Rannveig Rist* 
Sigurður Bragi Guðmundsson 
Sigurður R. Helgason** 
Stefán Friðfinnsson* 
Steindór Hálfdánarson 
Steinþór Skúlason 
Sveinn Hannesson* 
Úlfar Hauksson 
Vilmundur Jósefsson* 
Þorgeir Baldursson 
Þorgeir Jósefsson** 
Örn Jóhannsson
Farfa ehf. 
Íslenska járnblendifélagið hf. 
Grein ehf. 
Háfell ehf. 
Kaupfélag Eyfirðinga Akureyri 
Marel hf. 
G.G. lagnir 
Sementsverksmiðjan hf. 
Áburðarverksmiðjan hf. 
Samtök iðnaðarins
Hárný 
Slippstöðin hf. 
Hugvit hf. 
Össur hf. 
Ölgerðin Egill Skallagrímsson ehf. 
Myllan - Brauð hf. 
Funi ehf. 
Kassagerð Reykjavíkur hf. 
Ístak hf. 
Fjarðarmót ehf. 
Emmessís hf. 
Niðursuðuverksmiðjan Ora ehf. 
Íslenska álfélagið hf. 
Sigurplast hf. 
Björgun ehf. 
Íslenskir aðalverktakar hf. 
Steindórsprent Gutenberg ehf. 
Sláturfélag Suðurlands svf. 
Samtök iðnaðarins 
Efnaverksmiðjan Sjöfn hf. 
Gæðafæði ehf. 
Oddi hf. prentsmiðja 
Þorgeir & Ellert hf. 
Morgunblaðið Árvakur hf.
   
* Er einnig einn af sjö fulltrúum SI í 22 manna stjórn SA
** Er einnig annar af tveimur fulltrúum SI í 6 manna framkvæmdastjórn SA