Ályktun Iðnþings Samtaka iðnaðarins

- 15. mars 2002 -

Samtök iðnaðarins hafa mótað sér þá stefnu að rétt sé að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Rökin eru fyrst og fremst efnahagsleg og lúta að starfsskilyrðum fyrirtækja á Íslandi og lífskjörum almennings.

Samtök iðnaðarins hafa mótað sér þá stefnu að rétt sé að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Rökin eru fyrst og fremst efnahagsleg og lúta að starfsskilyrðum fyrirtækja á Íslandi og lífskjörum almennings. Önnur mikilvæg rök varða fullveldi landsins og þátttöku við mótun og töku ákvarðana sem snerta hagsmuni og framtíð þjóðarinnar á flestum sviðum.

Stöðugleiki í efnahagsmálum og starfsumhverfi er nauðsynlegur þróttmiklu atvinnulífi og skilyrði þess að erlendir fjárfestar vilji festa fé sitt á Íslandi. Það verður sífellt ljósara að íslenska krónan er íslensku efnahagslífi of dýrkeypt vegna hárra vaxta, óöryggis sem henni fylgir og neikvæðum áhrifum á erlendar fjárfestingar. Það er áhyggjuefni að við munum ekki njóta þess gengisstöðugleika og lægri vaxta sem keppinautar okkar innan ESB búa nú þegar við.

Samtök iðnaðarins hafa lagt sig fram um að kynna sér kosti og galla aðildar að ESB og tekið virkan þátt í evrópsku samstarfi um áratuga skeið. Þau hafa beitt sér fyrir umræðu og miðlun upplýsinga um þetta efni. Þau hafa einnig látið kanna með reglubundnum hætti viðhorf og vilja félagsmanna sinna og þjóðarinnar í þessum efnum.

Niðurstöður allra þessara kannana sýna að ótvíræður vilji félagsmanna Samtaka iðnaðarins og kjósenda er sá að teknar verði upp viðræður við ESB um aðild, að taka eigi upp evru og að aðild hafi jákvæð áhrif á efnahag Íslands.

Það er því ekki eftir neinu að bíða í þessum efnum.

©Samtök iðnaðarins, 15. mars 200